Daníel Árni Sverrisson keppir í framreiðslu fyrir Íslands hönd. Hann lærði í MK og meistarinn hans er sjálfur liðsstjóri Íslands á Evrópumótinu í Herning hann Sigurður Borgar Ólafsson.
Daníel segist eiga honum margt að þakka. „Ég var ákveðin í því að enda ekki í skrifstofuvinnu og var að skoða að læra barþjóninn. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú sniðug og skemmtileg leið til að ná sér í stúdentinn og vinna sér inn góðan pening í leiðinni. Ég fékk að tala við hann Sigga um möguleikana og það skipti öllu máli því hann bauð mér hreinlega sumarstarf á veitingastað sínum Monkeys til þess að sjá hvort þetta gæti átt við mig. Ég kolféll fyrir starfinu. Þau enduðu á því að bjóða mér samning og ég tók því boði. Ég ákvað svo á endanum að verða frekar þjónn en barþjónn, það á miklu betur við mig. Mér finnst skemmtilegt að vinna með kúnnunum, lesa í stemninguna og gera góða kvöldstund enn betri.“