Andrés Björgvinsson keppir í matreiðslu fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Herning í Danmörku og er farinn að finna fyrir spennu fyrir átökin framundan. „Og auðvitað smá stressi líka,“ segir hann.
Andrés er ættaður af Kjalarnesinu en hefur búið undanfarin ár í Mosfellsbæ. Hann segist hafa endað óvart í matreiðslu en kolfallið fyrir faginu. „Ég byrjaði í grunnnáminu í MK og var alveg óákveðinn í því hvað ég vildi læra. Ég vissi að ég vildi vinna í iðnaði og ákvað prófa matreiðsluna, heillaðist helst af því fagi og sé ekki eftir því. Ég er ekki enn kominn með leið á þessu. Enginn dagur er eins,“ segir hann og segir gott að geta verið sinn eigin gæfusmiður í vinnu.
Next
Next