Bryndís Sigurjónsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í Hársnyrtiiðn. Bryndís er 18 ára gömul og kemur frá Neskaupstað.
Hún ákvað að skrá sig í hársnyrtinn eftir að mamma hennar, sem starfar sem kennari í greininni, hvatti hana til þess. Upphaflega hafði hún hug á að læra einhvers konar hönnun, en fannst tækifærin á hársnyrtibraut spennandi og ákvað að prófa.
Spurð út í framtíðina segist hún spennt fyrir að vinna í leikhúsi, þar sem hún sér fyrir sér að geta nýtt sköpunarkraftinn og hæfileika sína.
Hún hefur undirbúið sig vel fyrir Euroskills og segir að það sem valdi henni mestu stressi sé lengsti keppnishlutinn, sem samanstendur af klippingum og litunum á bæði dömum og herrum. Það krefst mikils skipulags og einbeitingar.