Guðrún Erla Guðjónsdóttir keppir í bakaraiðn fyrir Íslands hönd og var einmitt að æfa sig í bakstri á vínarbrauði þegar hún tók sér smá tíma til að ræða við okkur hjá Iðunni.

„Ég er að taka síðustu æfinguna í bili fyrir mótið,“ segir hún.

Guðrún Erla er lærður bakari og tók líka konditórinn í Danmörku að loknu sveinsprófi. Þjálfari hennar fyrir Evrópumótið er Þórey Lovísa Sigmundsdóttir bakarameistari sem hún segir veita sér góðan og nærandi stuðning.

Guðrún Erla er fædd í Reykjavík en bjó í Noregi sem barn og unglingur. „Ég flutti aftur til Reykjavíkur sautján ára gömul og hóf þá strax nám í bakaranum. Ég var á allt öðrum sólarhring en jafnaldrar mínir, mætti í vinnu á nóttunni og svaf á daginn.“

Það má segja að fagið eigi hana með húð og hári því hún segist ekki eiga sér áhugamál utan vinnunnar. Bakaraiðnin er hennar ástríða.

Previous
Previous

Adam Stefánsson - Bifvélavirkjun

Next
Next

Bryndís Sigurjónsdóttir - Hársnyrtiiðn