Sigfús Björgvin Hilmarsson keppir í málmsuðu fyrir Íslands hönd á Evrópumóti iðngreina í Herning.

Sigfús sem vanalega er kallaður Fúsi, var staddur í Leifsstöð þegar við náðum tali af honum og hann var fullur tilhlökkunar enda þrífst hann á því að hafa fjör í kringum sig. „Það er mitt mottó, að hafa gaman af lífinu. Það er alltof stutt fyrir einhver leiðindi.“

Hann er fæddur á Egilstöðum og ber miklar taugar til heimahaganna þótt hann kunni einnig vel að meta Keflavík þar sem hann býr í dag. „Það var líka ágætt stuðið þar um helgina,“ segir hann um Ljósanótt.

Hann segist vera í faginu af líf og sál og hefur mikinn áhuga á því að sjóða og sú agaða nákvæmni sem einkennir fagið heillar hann. Þeir sem þekkja hann segja hann smellpassa í greinina því hann sé með stáltaugar sem ekki er vanþörf á í þessu fagi til að vanda til verka.

Previous
Previous

Freyja Lubina Friðriksdóttir - Húsasmíði

Next
Next

Ezekiel Jakob Hanssen - Pípulagnir