Undirbúningur fyrir málmsuðukeppni á EuroSkills í fullum gangi

Stífar æfingar eru hafnar hjá Sigfúsi Björgvini Hilmarssyni, íslenska keppandanum sem mun taka þátt í málmsuðukeppni á EuroSkills í Herning í Danmörku í september.

Sigfús leggur hart að sér og er undir handleiðslu Guðmundar Ragnarssonar, sérfræðings (experts), og Hilmars Brjáns sérfræðings í suðumálum hjá Iðunni.

Þremenningarnir hafa verið að fara yfir keppnisfyrirmæli og eru nú komnir með samskonar suðuvél og notuð verður í sjálfri keppninni í Herning til að tryggja sem besta aðlögun að aðstæðum sem bíða Sigfúsar á keppnisstað.

EuroSkills er mikilvægur vettvangur fyrir iðn- og verkgreinar til að sýna fram á gæði, fagmennsku og tækniþekkingu.

Markmið með þátttöku Íslands í EuroSkills er að efla hæfni ungs fólks, kynna íslenskan iðnað á alþjóðavettvangi og styrkja tengsl við atvinnulífið.

Previous
Previous

Þrettán keppendur frá Íslandi taka þátt í EuroSkills í Danmörku 

Next
Next

Öflugur landsliðshópur á leið til Danmerkur